Vetrarnámskeið
Net - og staðþjálfun
Allt það sem er í netþjálfuninni en til viðbótar eru 4 x 30 mínútna einkatímar á tímabilinu 1. nóvember til 30. apríl 2025 með Margeiri Vilhjálmssyni PGA golfkennara sem kenndir eru í golfhermi eða á golfæfingasvæði allt eftir veðri og hentugleika nemenda.
Verð kr. 15.900 á mánuði
Staðgreiðsla 15% afsláttur - 79.900 kr.
Netþjálfun
Þú færð sendar æfingar vikulega frá 1. nóvember 2024 til loka apríl 2025. Samtals 6 mánuðir eða 26 vikur. Um er að ræða golftækniæfingar, styrktar- og liðleikaæfingar, fræðsla og fyrirlestrar um golf. Þú gerir æfingarnar þegar þér hentar.
Verð kr. 9.900 á mánuði
Staðgreiðsla 15% afsláttur - 49.900 kr.
Vetrarþjálfun - hópæfingar í Básum
Hópæfingar í Básum þar sem Trackman Range kerfið er notað til að fylgjast með árangri. Höldum sveiflunni gangandi í gegnum veturinn og komum vel undirbúin fyrir næsta golfsumar.
Æfingaprógramm fyrir veturinn og online æfingar. Hámark 6 saman í hóp.
15.000 kr. á mánuði í 5 mánuði - eða staðgreitt kr. 63.750. (15% afsl)
Básar 1
Mánudagar kl. 17:00-17:45
Æfingar eftirfarandi daga:
Nóvember: 18. og 25. Desember: 2., 9. og 16. Janúar: 6., 13., 20., 27. Febrúar: 3., 10., 24. Mars: 3., 10., 17.
Básar 2
Mánudagar kl. 18:00 - 18:45
Æfingar eftirfarandi daga:
Nóvember: 18. 25. Desember: 2., 9. og 16. Janúar: 6., 13., 20., 27. Febrúar: 3., 10., 24. Mars: 3., 10., 17.
Einkaþjáfun í golfhermi
Einkaþjálfun í vetur í golfhermi
30 mínútna einkaþjáfun í Golfhermi.
Frábær þjálfun sem heldur golfsveiflunni gangandi í gegnum veturinn.
Markmiðasetning sem hentar hverjum og einum leikmanni.
1 tími á mánuði í nóvember, desember, janúar, febrúar, mars og apríl.
Tímarnir eru bókaðir í samráði við þátttakanda - í boði eru bæði morguntímar og seinni part dags.
Verð: 12.000 kr. á mánuði - eða staðgreitt 61.200 kr. (15% afsláttur)
Innifalið:
Kennsla/þjálfun, hermagjald, æfingaplan.