Margeir Vilhjálmsson

Margeir Vilhjálmsson PGA golfkennari hóf golfiðkun árið 1985, þá 13 ára gamall. Margeir nam golfvallafræði í Skotlandi og var einn 6 þátttakenda í Gleneagles Golf Award Scheme og hlaut önnur verðlaun í Toro Young Greenkeeping Student of the Year. Margeir er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Á þeim tíma stýrði hann uppbyggingu golfvallarins á Korpúlfsstöðum og æfingasvæðisins Bása í Grafarholti. Margeir lauk PGA golfkennaranámi árið 2021 og hefur starfað sem sjálfstætt starfandi golfkennari frá árinu 2020. Á þeim tíma hefur Margeir hjálpað fjölda golfara við að bæta leikinn og kennt mörgum fyrstu skrefin bæði í golfskólum hérlendis og erlendis.