Náðu betri árangri í golfi

Golfnamskeid.is

Námskeið og æfingar í vetur

Fjölbreytt úrval af vetrarnámskeiðum og þjálfun fyrir golfara af öllum getustigum í allan vetur.

Golfþjálfun í hópatímum í Básum eða einkaþjálfun í golfhermi.

Þú getur valið hvort þú vilt námskeið sem eingöngu fer fram á netinu, æfingar í hóp eða þú getur valið netnámskeið og staðþjálfun. Boðið er uppá bæði tækni og líkamsþjálfun. Æfingar sem þú gerir þegar þér hentar.

 
 
 

„Heyrðu - ég þakka þér bara fyrir! 78 högg! PB í hús og á besta hring ferðarinnar eftir 3 daga.“

Quote Source

Æfingasvæði

 
grafarkot71.jpg

Grafarholt & Grafarkot

Í Grafarholti er golfæfingasvæðið Básar og hinn stórgóði smávöllur Grafarkot. Bæði svæðin eru notuð til að gera nemendur betri því það er mikilvægt að öðlast reynslu við að spila golf, en ekki bara slá bolta á mottu.

 

Básar æfingasvæði

Básar eru stærsta golfæfingasvæði á Íslandi. Þar eru 72 flóðlýstir æfingabásar opnir allan ársins hring. Í apríl verður Básar eitt fyrsta æfingasvæði í heiminum sem tekur í notkun Trackman búnað þar sem notendur geta fengið nákvæmar upplýsingar á skjá um boltaflug, auk þess sem hægt verður að leika í golfhermum á svæðinu. Nýjung sem er að slá í gegn í golfinu í dag.

basar2.jpg